Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:02 Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Svövu Kristínu í blíðskaparveðri fyrr í dag. Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37