Ráðgjafar sameinast undir merkjum Stratagem Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2020 06:56 Fv.: Ása Karin Hólm Bjarnadóttir, Þórður Sverrison og Sigurjón Þórðarson. Vísir/Aðsent Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira