Nældi sér í 125 milljónir í arf og kom þeim undan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 20:31 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára. Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kona á sjötugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir, fyrir skilasvik og peningaþvætti er hún nældi sér í 125 milljóna króna arf frá móður sinni í reiðufé. Konan var dæmd fyrir að hafa komið fjármununum undan þrotabúi konunnar sem tekið var til gjaldþrotaskipta árið 2016. Konan var ákærð fyrir að hafa tvívegis komið því til leiðar, í apríl og maí 2016, að hún fékk úthlutað í reiðufé arfshlutum úr dánarbúi móður sinnar, sem konan hafði átt kröfu til frá því einkaskiptum dánarbúsins lauk í mars 2016 þar til bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta, jafnvirði ríflega 125 milljóna króna samanlagt, en sú háttsemi hennar var sögð í ákæru hafa miðað að því að eigur eða kröfur þrotabús hennar kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Lét systur sína taka úr fjármunina í reiðufé Var konunni gefið að sök að hafa farið farið með systur sinni í útibú banka í Orlando í Flórída í apríl 2016 þar sem systir hennar tók út 210 þúsund dollara í reiðufé, andvirði 26,2 milljóna króna, miðað við gengi dollarans þann dag. Henni var einnig gefið að óskað eftir því að systir hennar tæki við 99 milljónum króna af safnreikningi dánarbús móður þeirra. Óskaði konan svo eftir því að systir hennar tæki fjármunina út í reiðufé, sem hún og gerði. Var hún einnig ákærð fyrir að hafa leynt því að hún ætti 22 þúsund dollara, um 2,7 milljónir króna, á ótilgreindum reikningi í banka í Flórída. Var hún ákærð fyrir að skjóta eignum þrotabúsins undan þannig að hún hafi komið í veg fyrir að fjárhæðin kæmi lánadrottnum þrotabúsins að gagni. Þá var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti fyrir að aflað sér, nýtt eða geymt ávinning þeirra brota sem talin voru upp hér að ofan. Þrotabú gerði einnig einkaréttarkröfu um að konan myndi greiða fjármunina til baka, ásamt dráttarvöxtum. Upplýsti ekki hvað varð um peningana Konan játaði sök en mótmælti einkaréttarkröfunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að svo virðist sem að konan hafi haft einbeittan vilja til þess að koma fjármununum undan, auk þess sem að hún hafi ekki upplýst hvað hafi orðið um umrædda fjármuni, umfram það að þeir hafi verið notaðir í framfærslu hennar. Einkaréttarkröfunni var hins vegar vísað frá á þeim grundvelli að kröfuhafinn og skuldarinn væri í raun sá sami, konan sjálf og svo þrotabú hennar. Í raun væri því um kröfu í þrotabú hennar að ræða. Skiptalok hafi hins vegar ekki orðið og taldi dómurinn að þarflaust hafi verið að setja fram einkaréttarkröfu í sakamáli á hendur henni. Konan var dæmd í átján mánaða fangelsi, en þar af eru fimmtán mánuður skilorðsbundnir til þriggja ára.
Dómsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira