Björgunarfólki berst liðsauki og þyrlan að hefja leit að nýju Gunnar Reynir Valþórsson og Telma tómasson skrifa 29. október 2020 06:50 Þyrla Gæslunnar heldur til leitar í birtingu. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer á ný til leitar í birtingu en hún var kölluð út í gær til að leita að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Allar björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu og á Austurlandi voru kallaðar út í gær til að leita að manninum. Áhöfn þyrlunnar var á Höfn í Hornafirði í nótt og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður hafist handa á ný í birtingu. Þá eru hópar björgunarsveitarfólks frá Austurlandi og Suðurlandi á leiðinni nú í morgunsárið til að leysa af þá sem hafa verið við störf í alla nótt, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Notast við dróna og sporhund Um tíu hópar björgunarsveitamanna voru á svæðinu í gær fótgangandi auk þess sem notast var við dróna og sporhund, sem kom með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Frá því klukkan sex í morgun hefur liðsstyrkur verið að berast, en í heildina hafa um 100 manns komið að leitinni með einum eða öðrum hætti, að sögn Davíðs Más. Fleiri leitarhundar bætast við í morgunsárið. Bíll mannsins fannst á svæðinu Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að leitarsvæðið sé nokkuð stórt, en að bíll mannsins hafi fundist á svæðinu og því talið vitað hvar hann lagði upp. Sá sem leitað er að er heimamaður og alvanur fjallamennsku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Veðrið bætir ekki úr skák Gul viðvörun er á svæðinu og veðrið því ekki skaplegt, en þó er gert ráð fyrir að þyrla verði aftur notuð til leitarinnar þegar birtir og aðstæður leyfa. Davíð Már segir lögreglu og aðgerðarstjórn nú vera að meta stöðuna og áætla hvernig leit verður háttað í dag. Uppfært 11:42: Maðurinn hefur verið fundinn heill á húfi.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Þyrla, drónar og sporhundur koma að leit að manni í Stafafellsfjöllum Björgunarsveitir á Suðausturhorninu og á Austfjörðum leita nú að manni í Stafafellsfjöllum í Lóni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. 28. október 2020 22:59