Rúnar Alex líklega að fá fyrsta tækifærið hjá Arsenal í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 13:01 Rúnar Alex Runarsson á æfingu hjá Arsenal fyrir Evrópudeildarleikinn á móti Dundalk. Getty/David Price Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira
Allt bendir til þess að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið fær írska félagið Dundalk í heimsókn. Arsenal hefur verið með sviðsljósið á íslenska markvörðinn á samfélagsmiðlum sínum í aðdraganda leiksins á Emirates leikvanginum í kvöld og það er ekki hægt að lesa annað en að Bernd Leno fái hvíld í leik kvöldsins. @runaralex #UEL pic.twitter.com/ovVDbyYS86— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal keypti Rúnar Alex Rúnarsson frá franska félaginu Dijon í lok september en hann hefur ekki enn fengið að spila með liðinu. Rúnar Alex Rúnarsson er varamarkvörður Bernd Leno og hefur setið á varamannabekknum í alls sjö leikjum Arsenal á leiktíðinni þar af á móti Rapid Vín i fyrsta Evrópudeildarleik liðsins. Bernd Leno hefur spilað alla þessa leiki og hefur alls haldið hreinu í þremur leikjum og fengið á sig átta mörk í nóu leikjum með Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu. Spili Rúnar Alex í kvöld þá verður það fyrsti leikur Íslendings í búningi Arsenal síðan að Ólafur Ingi Skúlason lék sinn eina leik með Arsenal 2. desember 2003. Ólafur Ingi kom þá inn á em varamaður fyrir Justin Hoyte á 55. mínútu á móti Wolves í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Það far að fara mun aftar til að finna síðasta byrjunarliðsleik Íslendings með aðalliði Arsenal en Sigurður Jónsson var síðasta í byrjunarliði Arsenal í deildarleik á móti Norwich City 6. október 1990. Saves. Stops. Shots. Preparations for @DundalkFCThe best of today's #UEL session — Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020 Arsenal vann leikinn 2-0 með tveimur mörkum frá Paul Davis og vann síðan enska meistaratitilinn um vorið. Sigurður átti stórgóðan leik en síðan tóku bakmeiðslin sig upp sem áttu eftir að enda tíma hans hjá Arsenal. Leikur Arsenal og Dundalk verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Þrír aðrir leikir verða sýndir beint í kvöld. Leikur AEK og Leicester er á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.45 og á sama tíma verður sýndur leikur Antwerpen og Tottenham á Stöð 2 Sport 4. Á sama tíma og Arsenal leikurinn er sýndur verður leikur AZ Alkmaar og Rijeka sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þar fær vonandi Albert Guðmundsson að spreyta sig með AZ Alkmaar. Alex Rúnarsson is the sixth Icelandic to Play for Arsenal after:1. Albert Guðmundsson (1946-'47): 2 A2. Siggi Jónsson (1989-'91): 8 A3. Valur Gíslason (1996-'97): 0 A4. Stefán Gíslason (1997-'98): 0 A5. Ólafur Ingi Skúlason (2001-'05): 1 A#Zaha #Aouar #Partey #afc pic.twitter.com/d0Q9dkWP0e— Get English Football News (@_GEFN_) September 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Sjá meira