Ekki talin þörf á útgöngubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 10:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé talin þörf á útgöngubanni hér á landi þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem uppi er vegna kórónuveirufaraldursins. Í samtali við Vísi segir Víðir að útgöngubann hafi verið skoðað sérstaklega í vor og að allar aðgerðir séu alltaf til skoðunar. Íslenskt samfélag sé hins vegar ekki með þeim hætti að talið sé að útgöngubann skili einhverjum sérstökum árangri. „Okkar samfélag er bara þannig samsett. Það er líka veðurfar og annað sem hefur áhrif á slíka hluti í öðrum löndum þar sem fólk er meira á ferðinni og það er minna um það hjá okkur. Þannig að við höfum ekki haft útgöngubann uppi á borðinu sem einhvern valkost,“ segir Víðir. Hann segir stöðuna í faraldrinum alvarlega. Það hafi þó greinst færri smit í gær en á þriðjudag þegar 86 greindust með veiruna innanlands. Ennþá sé þó mikill fjöldi einstaklinga að greinast sem sé ekki í sóttkví. „Við erum að sjá áframhald á stórum hópsýkingum en við erum líka að sjá minni hópsýkingar verða. Það eru fimmtíu klasar með sex eða fleiri einstaklingum í sem við erum að kljást við, svo erum við með nokkur stærri hópsmit þar sem það eru tugir einstaklinga sem tengjast. Þetta eru allt viðvörunarmerki sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Víðir. Áhyggjuefni hvað allir eru orðnir þreyttir Þá bendir hann á að Landspítalinn sé á neyðarstigi. Það lýsi alvarleika stöðunnar. „Mér finnst dálítið eins og fólk átti sig ekki á því hversu alvarlegur atburður það er. Það lýsir alvarleika stöðunnar, að spítalinn sé að einbeita sér að því að takast á við Covid og allt annað sé víkjandi í starfseminni og að hann ráði ekki við ástandið án utanaðkomandi aðstoðar.“ Þá sé mikið álag á þeim fimm farsóttarhúsum sem nú eru rekin í landinu og komið að ákveðnum þolmörkum þar. „Svo finnum við það líka sem er mikið áhyggjuefni í þessu hvað allir eru þreyttir, hvað allir eru langt gengnir á sinn orkuforða til að takast á við þetta. Eins og staðan er núna, ef við höldum áfram óbreyttum aðgerðum þá gerir spálíkanið ráð fyrir því að við eigum eftir að standa í þessum sömu sporum næstu vikurnar og séum að horfa á það að við séum í þessum aðgerðum eitthvað fram í desember,“ segir Víðir. Hann segir rétt að rifja upp að tiltölulegar harðar aðgerðir hafa verið í gildi í þrjá mánuði þar sem hert samkomubann tók gildi fyrir verslunarmannahelgina í lok júlí. „Síðan höfum við ítrekað verið að herða eða slaka, breyta reglum þannig að fólk er orðið hálfringlað í þessu öllu saman sem verður þess valdandi að fólk er þreyttara.“ Þörf á skýrari reglum Aðspurður hvort og þá til hvaða hertu aðgerða verið sé að líta segir Víðir það nú í ítarlegri skoðun. Hann leggur áherslu á að reglurnar þurfi að vera skýrari og meira samræmi í þeim. Núgildandi regluverk sé dálítið flókið. „Það er hægt að skerpa upplýsingagjöf, það er hægt að skerpa á gildandi reglum og svo fara í einstakar hertar aðgerðir eða almennt hertar aðgerðir,“ segir Víðir. Víðir situr fyrir svörum á upplýsingafundi almannavarna klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira