Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 11:04 Ummerki eftir fellibylinn Delta í Louisiana í Bandaríkjunum um miðjan október. La niña-ástand hefur meðal annars verið tengt við ákafari fellibyljatímabil í Mexíkóflóa. Vísir/EPA Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk. Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk.
Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent