Átta staðreyndir og tvær spurningar Katrín Oddsdóttir skrifar 29. október 2020 14:00 Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar