Starfsmenn Rio Tinto undirrituðu kjarasamning Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 09:10 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins. Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í gærkvöldi undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðum stéttarfélaga sem eiga aðild að samningnum. Stéttarfélögin eru fimm; Félag íslenskra rafvirkja, Hlíf, Félag iðn og tæknigreina (FIT), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag rafeindavirkja. Fram kemur í tilkynningu á vef VM að efni kjarasamninganna verði nú kynnt starfsfólki sem muni í kjölfarið greiða atkvæði um þá. „Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli,“ segir í tilkynningu. Kolbeinn Gunnarsson formaður stéttarfélagsins Hlífar segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé nokkuð sáttur við efni samningsins. Hann sé í samræmi við Lífskjarasamninginn. Þá verði kosið rafrænt um samninginn og þeirri kosningu eigi að vera lokið fyrir 13. Nóvember. Um 400 félagsmenn stéttarfélaganna eiga aðild að samningnum sem er til eins árs, að því er fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins. Starfsmenn Rio Tinto í Straumsvík hafa verið samningslausir síðan í byrjun júlí. Skæruverkfall átti að hefjast nú í október en því var frestað eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.
Kjaramál Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07 Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fresta verkfallsaðgerðum í Straumsvík um viku Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. 15. október 2020 19:07
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42