Innlent

75 leik- og grunn­skóla­börn í Reykja­vík smituð

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Tekist hefur að halda skólastarfi að mestu óbreyttu síðustu vikurnar þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Tekist hefur að halda skólastarfi að mestu óbreyttu síðustu vikurnar þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón

Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur eru með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna.

Hingað til hafa börn fædd 2005 og síðar verið undanskilin að mestu undan þeim reglum sem í gildi eru vegna sóttvarnaraðgerða. Skólastarf í grunn- og leikskólum hefur því að miklu leyti getað farið fram með óbreyttu sniði. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó sagt að til greina komi að herða reglurnar gagnvart skólastarfi.

Hópsýking kom upp í Ölduselsskóla í síðustu viku en um þrjátíu nemendur og starfsmenn skólans hafa smitast af veirunni.

Nú eru 47 börn á leikskólum í Reykjavík í sóttkví eða 0,72% allra leikskólabarna í Reykjavík. Þá eru 98 börn í grunnskólum í sóttkví eða 0,64% allra grunnskólabarna í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×