Erlent

Öflugur skjálfti undan strönd Tyrk­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Byggingar hafa eyðilagst í skjálftanum, meðal annars í Izmir.
Byggingar hafa eyðilagst í skjálftanum, meðal annars í Izmir. Getty

Öflugur jarðskjálfti varð undan strönd Tyrklands nú um hádegisbil. Erlendir fjölmiðlar segja skjálftann hafa verið um 6,7 að stærð og hafi fundist vel fyrir honum einnig víða í Grikklandi. Á BBC segir að skjálftinn hafi mælst 7,0. 

USGS

Tunç Soyer, borgarstjóri í Izmir, segir að tuttugu byggingar hið minnsta hafi eyðilagst í borginni og þá hafi flætt yfir einhverjar götur næst ströndinni. Sömuleiðis hafa einhverjar byggingar eyðilagst á grísku eynni Samos. 

Þá segir að vel hafi fundist fyrir skjálftanum í Istanbúl og Aþenu. Sömuleiðis á Krít. Enn hafa ekki borist fréttir af slösuðum, en skjálftinn varð klukkan 11:51 að íslenskum tíma eða 14:51 að staðartíma.

Frá Izmir í dag.Getty

Reuters segir frá því að upptök skjálftans hafi verið um sautján kílómetrum frá Izmir og á um sextán kílómetra dýpi.

Mikill skjálfti reið yfir Izmir árið 1999 þar sem um 17 þúsund manns fórust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×