Innlent

Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í Hörpu í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/vilhelm

Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. Sóttvarnalæknir lagði til að tuttugu mættu koma saman við útfarir en í reglugerð heilbrigðisráðherra verður miðað við að þrjátíu manns megi mæta í útfarir.

Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem veiruaðgerðir voru kynntar. Aðgerðirnar lúta m.a. að því að almennt samkomubann miðast við 10 manns en þó mega fleiri koma saman í jarðarförum og í matvöru- og lyfjaverslunum.

Svandís sagðist ekki hafa vikið frá tillögum sóttvarnalæknis í neinum meginatriðum nema því sem viðkemur jarðarförum, líkt og áður segir.

Svandís útskýrði þetta nánar í viðtali að loknum fundi.


Tengdar fréttir

Skólar verða opnir en með takmörkunum

Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku.

Íþróttastarf leggst af

Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×