Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. Sóttvarnalæknir lagði til að tuttugu mættu koma saman við útfarir en í reglugerð heilbrigðisráðherra verður miðað við að þrjátíu manns megi mæta í útfarir.
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem veiruaðgerðir voru kynntar. Aðgerðirnar lúta m.a. að því að almennt samkomubann miðast við 10 manns en þó mega fleiri koma saman í jarðarförum og í matvöru- og lyfjaverslunum.
Svandís sagðist ekki hafa vikið frá tillögum sóttvarnalæknis í neinum meginatriðum nema því sem viðkemur jarðarförum, líkt og áður segir.
Svandís útskýrði þetta nánar í viðtali að loknum fundi.