Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13