Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 18:30 Arsenal fagna sigurmarki kvöldsins. Paul Ellis/Getty Images Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Manchester United stillti upp sama leikkerfi og í 5-0 sigrinum gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Lærisveinar Mikael Arteta sáu við því en Man United gat lítið sem ekki neitt í dag. Arsenal mikið betri í fyrri hálfleik en staðan þó markalaus í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks braut Paul Pogba klaufalega af sér innan vítateigs og dæmdi Mike Dean vítaspyrnu. Aubameyang fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta hans fyrsta mark í fimm leikjum. Staðan orðin 0-1 og reyndust það lokatölur í dag. Var þetta sjötti leikur United á Old Trafford í deildinni án sigurs. Þá var þetta fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford í 14 ár eða síðan árið 2006. 4 - Manchester United have failed to win any of their opening four top-flight games at Old Trafford for the first time since 1972-73, a campaign in which they finished 18th. Nightmare. pic.twitter.com/Cx2GAdrfFh— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Arsenal er komið upp í 8. sæti deildarinnar með 12 stig, aðeins stigi minna en Everton sem er í 2. sætinu. United er hins vegar í 15. sæti með aðeins sjö stig. Þá hefur liðið tapað þremur af fjórum heimaleikjum sínum í deildinni. Fótbolti Enski boltinn
Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Manchester United stillti upp sama leikkerfi og í 5-0 sigrinum gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Lærisveinar Mikael Arteta sáu við því en Man United gat lítið sem ekki neitt í dag. Arsenal mikið betri í fyrri hálfleik en staðan þó markalaus í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks braut Paul Pogba klaufalega af sér innan vítateigs og dæmdi Mike Dean vítaspyrnu. Aubameyang fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta hans fyrsta mark í fimm leikjum. Staðan orðin 0-1 og reyndust það lokatölur í dag. Var þetta sjötti leikur United á Old Trafford í deildinni án sigurs. Þá var þetta fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford í 14 ár eða síðan árið 2006. 4 - Manchester United have failed to win any of their opening four top-flight games at Old Trafford for the first time since 1972-73, a campaign in which they finished 18th. Nightmare. pic.twitter.com/Cx2GAdrfFh— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Arsenal er komið upp í 8. sæti deildarinnar með 12 stig, aðeins stigi minna en Everton sem er í 2. sætinu. United er hins vegar í 15. sæti með aðeins sjö stig. Þá hefur liðið tapað þremur af fjórum heimaleikjum sínum í deildinni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti