Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 08:18 Kaffihús og veitingastaðir opnuðu að nýju í Melbourn fyrir helgi. AP/Asanka Brendon Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16