Stytta af Agli Thorarensen reist í nýja miðbænum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga með nýju bækurnar fyrir framan sig, sem voru að koma út og fást nú í öllum helstu bókaverslunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kaupfélag Árnesninga fagnar 90 ára afmæli í dag, 1. nóvember en kaupfélagið var stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu með Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í fararbroddi. Nú eru um þrjú þúsund félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga þó starfsemin sé lítil sem engin. Það var 1. nóvember 1930 eða fyrir 90 árum, sem Kaupfélag Árnesinga var stofnað á fámennum fundi. Í hópnum var ungur kaupmaður, Egill Thorarensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú, sem tók að sér að stýra nýja kaupfélaginu en hann var kaupfélagsstjóri í 31 ár. Lítil starfsemi er í dag á vegum Kaupfélags Árnesinga en það er þó starfandi kaupfélagsstjóri, sem heitir Guðmundur Búason og hann þekkir manna best sögu Kaupfélags Árnesinga. „Já, Kaupfélag Árnesinga stóð fyrir það að útvega sínum félagsmönnum vörur á hagstæðu verði, fram að því hafði verið allur gangur á því. Kaupfélagið var allt í öllu á Selfossi og reyndar í byggðarlögunum hér í kring, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn, en félagið byggði upp Þorlákshöfn frá grunni má segja, þannig að það var hér á öllu þessu svæði,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir á árunum 1995 til 2000 hafi dregið veruleg úr starfsemi kaupfélagsins, sem endaði með því að félagið seldi allan verslunarreksturinn? Ekki verður haldið formlega upp á 90 ára afmælið í dag en í tilefni tímamótanna ákvað stjórn kaupfélagsins að gefa út sögu Kaupfélags Árnesinga, sem þróaðist út í það að verða „Samvinna á Suðurlandi“ í fjórum bindum, sem var að koma út, sem Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði. Guðjón Friðriksson tók saman og ritstýrði nýju bókunum, „Samvinna á Suðurlandi“, sem eru fjögur bindi.Aðsend „Þetta er alveg ótrúlega mikil saga sem þarna birtist,“ segir Guðmundur. Kaupfélagið tekur þátt í einu verkefni í viðbót vegna 90 ára afmælisins í nýja miðbænum á Selfossi, sem er verið að byggja. „Já, það hefur verið ákveðið að reisa þar styttu af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri frá 1930 til 1961 og driffjöður í öllu starfi á staðnum. Kaupfélagið hefur ákveðið að koma að þessari styttu með myndarlegum hætti í tilefni af afmælinu líka,“ segir Guðmundur Búason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Stytta af Agli Thorarensen, sem var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga í 31 ár verður reist í nýja miðbænum, sem er verið að byggja á Selfossi. Kaupfélag Árnesinga ætlar að koma myndarlega að því verkefni. Undir stjórn Egils, „jarlsins af Sigtúnum“ ein sog hann var oft kallaður varð Kaupfélag Árnesinga að sannkölluðu stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu.Aðsend
Verslun Árborg Styttur og útilistaverk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira