Stöðva réttarhöld vegna kórónuveirusmits sakbornings Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 18:17 Frá vitnaleiðslum í september. EPA/IAN LANGSDON Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30
Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32