Stöðva réttarhöld vegna kórónuveirusmits sakbornings Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 18:17 Frá vitnaleiðslum í september. EPA/IAN LANGSDON Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30
Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32