Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 20:15 Róbert Geir Gíslason er hér fyrir miðju. vísir/tom Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20
Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52
Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37