Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 20:13 Michael Gove vonar að þær aðgerðir sem gripið er til núna dugi til að ná tökum á faraldrinum. Getty/Hollie Adams Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32