Tugþúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 07:32 Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru lokaðir í dag vegna skipulagsdags. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent