Gæti snúið aftur í landsliðið á fæðingarári tvíburanna: „Ekkert heyrt í Jóni Þór“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 09:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur spilað 64 A-landsleiki en hún var aðalmarkvörður Íslands á EM 2013 og 2017. vísir/Daníel „Maður var búinn að gleyma því hvað fótbolti getur verið ógeðslegur,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir og kímir, eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í júní á síðasta ári,. Guðbjörg, sem hefur varið mark Íslands á þremur stórmótum, fæddi tvíbura þann 31. janúar síðastliðinn. Hún varð 35 ára í vor en var ákveðin í að snúa aftur á fótboltavöllinn og það markmið náðist á sunnudaginn, með Djurgården í afar svekkjandi 3-2 tapi gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni. Guðbjörg sló danska landsliðsmarkvörðinn Kathrine Larsen út úr byrjunarliðinu, tíu dögum eftir að Larsen hafði varið mark Danmerkur í 4-0 sigri gegn Ísrael í undankeppni EM. Hún kemur væntanlega til greina þegar Jón Þór Hauksson velur síðar í þessum mánuði landsliðshóp sinn fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM, sem ráða möguleikum Íslands á að komast á lokamótið í Englandi sumarið 2022. View this post on Instagram Starting early #twins #football @axlbengtsson A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Aug 14, 2020 at 12:30pm PDT „Það kom mér á óvart hvað ég er góð í líkamanum. Það sem er erfiðast er allt þetta sem þarf að takast á við utan vallar. Að fá svona lítinn svefn, vera alltaf að redda pössun og svona. En líkamlega líður mér þvílíkt vel og er eins og lítill krakki að mæta á æfingar því mér finnst þetta svo gaman. Miðað við það langar mig auðvitað rosalega að spila á EM 2022 en það þarf allt að smella saman með fjölskyldunni til að það gangi upp,“ segir Guðbjörg. „Finnst ég í geggjuðu standi“ Endurkoman á sunnudag virtist ætla að verða draumi líkust en það breyttist þegar Eskilstuna skoraði tvö mörk í blálokin, þar af sigurmark sem Guðbjörg leit illa út í. Það skyggði því á langþráða endurkomu. „Ég var eiginlega búin að gleyma þessum hluta af íþróttinni. Ég var búin að æfa eins og geðsjúklingur og hlakka svo til að spila, finnst ég í geggjuðu standi, og það hvarflaði ekki að mér að einhverjar svona tilfinningar yrðu í gangi eftir þennan leik. Maður vinnur og tapar fótboltaleikjum en þetta var ógeðslegt tap, alveg í lokin,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg Gunnarsdóttir var varafyrirliði landsliðsins áður en hún dró sig í hlé vegna barneigna.vísir/vilhelm Hún er þó greinilega að nálgast sitt fyrra form fyrst þjálfari Djurgården valdi hana í leikinn mikilvæga við Eskilstuna, sem var með sama stigafjölda og Djurgården fyrir leik. Djurgården er nú einu stigi frá fallsæti, fyrir ofan Umeå sem er einmitt næsti andstæðingur liðsins. Vann sig inn í liðið og framundan er úrslitaleikur „Ég er mjög stolt og ánægð að hafa fengið tækifæri, í svona mikilvægum leik. Mér finnst ég hafa sýnt það síðustu fjórar vikur á æfingum að ég eigi skilið að spila en svo er bara mikil samkeppni hérna. Við erum með markmann úr danska landsliðinu og aðra sænska sem einnig er góð, svo ég vissi að það yrði „brekka“ að fá sæti í liðinu, hjá þjálfara sem ég hafði ekki spilað fyrir áður,“ segir Guðbjörg, og bætir við: „Ég var mjög glöð að fá þetta tækifæri, þó mér hafi fundist ég geta fengið það fyrr, en ég er því auðvitað enn svekktari að þetta skyldi enda svona. Ég var alveg „stabíl“ í leiknum en pínu ósátt við sjálfa mig í síðasta markinu. Vonandi fæ ég að spila áfram í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Næsti leikur er bara upp á það hvort að Djurgården verði í Allsvenskan á næsta ári eða ekki. Þetta er mjög skemmtileg deild, fyrir umferðina í gær gátu enn sex lið fallið, svo þetta er rosalega jafnt.“ Guðbjörg kveðst kunna vel við sig í Stokkhólmi en mun vera með tilboð um að fara annað.vísir/Daníel Aðspurð um möguleikann á því að hún spili með Íslandi gegn Slóvakíu og Ungverjalandi um næstu mánaðamót, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á EM fjórða skiptið í röð, segir Guðbjörg: „Ég hef ekki alveg hugsað það, þar sem ég hef bara ekkert heyrt í Jóni Þór [landsliðsþjálfara]. En ef að mér tekst að halda dönskum landsliðsmarkverði á bekknum og standa mig, þá hlýt ég að eiga erindi í íslenska landsliðið. Ég hef alltaf trú á því að standi maður sig vel á háu getustigi þá komist maður í landsliðið,“ segir Guðbjörg. Fengið tilboð frá Noregi, Svíþjóð og Kýpur Næsta stórmót, EM í Englandi, var þó ekki aðalmarkmið hennar með því að komast aftur út á fótboltavöllinn: „Ég ákvað bara að æfa og komast í gott stand, og sjá hvort ég gæti orðið jafngóð og ég var. Ég hef engan áhuga á að spila ef mér finnst ég ekki geta orðið jafngóð, en núna finnst mér ég bara vera eins og ég var áður en ég eignaðist tvíburana, fyrir utan að vanta leikform.“ Guðbjörg og kærasta hennar, Mia Jalkerud, hafa eftir því sem Vísir kemst næst fengið tilboð frá félögum í Svíþjóð, Noregi og Kýpur fyrir næstu leiktíð, en samningur Guðbjargar við Djurgården er að renna út. Guðbjörg kveðst einbeita sér alfarið að því núna að halda Djurgården í efstu deild, enda sé liðið allt of vel mannað til að falla, og segir að þær Mia muni skoða sín mál eftir tímabilið. Það sé alls ekki útilokað að hún verði áfram hjá Djurgården. EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Tengdar fréttir Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. 1. nóvember 2020 15:23 Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. 29. september 2020 08:31 Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Maður var búinn að gleyma því hvað fótbolti getur verið ógeðslegur,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir og kímir, eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik síðan í júní á síðasta ári,. Guðbjörg, sem hefur varið mark Íslands á þremur stórmótum, fæddi tvíbura þann 31. janúar síðastliðinn. Hún varð 35 ára í vor en var ákveðin í að snúa aftur á fótboltavöllinn og það markmið náðist á sunnudaginn, með Djurgården í afar svekkjandi 3-2 tapi gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni. Guðbjörg sló danska landsliðsmarkvörðinn Kathrine Larsen út úr byrjunarliðinu, tíu dögum eftir að Larsen hafði varið mark Danmerkur í 4-0 sigri gegn Ísrael í undankeppni EM. Hún kemur væntanlega til greina þegar Jón Þór Hauksson velur síðar í þessum mánuði landsliðshóp sinn fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM, sem ráða möguleikum Íslands á að komast á lokamótið í Englandi sumarið 2022. View this post on Instagram Starting early #twins #football @axlbengtsson A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Aug 14, 2020 at 12:30pm PDT „Það kom mér á óvart hvað ég er góð í líkamanum. Það sem er erfiðast er allt þetta sem þarf að takast á við utan vallar. Að fá svona lítinn svefn, vera alltaf að redda pössun og svona. En líkamlega líður mér þvílíkt vel og er eins og lítill krakki að mæta á æfingar því mér finnst þetta svo gaman. Miðað við það langar mig auðvitað rosalega að spila á EM 2022 en það þarf allt að smella saman með fjölskyldunni til að það gangi upp,“ segir Guðbjörg. „Finnst ég í geggjuðu standi“ Endurkoman á sunnudag virtist ætla að verða draumi líkust en það breyttist þegar Eskilstuna skoraði tvö mörk í blálokin, þar af sigurmark sem Guðbjörg leit illa út í. Það skyggði því á langþráða endurkomu. „Ég var eiginlega búin að gleyma þessum hluta af íþróttinni. Ég var búin að æfa eins og geðsjúklingur og hlakka svo til að spila, finnst ég í geggjuðu standi, og það hvarflaði ekki að mér að einhverjar svona tilfinningar yrðu í gangi eftir þennan leik. Maður vinnur og tapar fótboltaleikjum en þetta var ógeðslegt tap, alveg í lokin,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg Gunnarsdóttir var varafyrirliði landsliðsins áður en hún dró sig í hlé vegna barneigna.vísir/vilhelm Hún er þó greinilega að nálgast sitt fyrra form fyrst þjálfari Djurgården valdi hana í leikinn mikilvæga við Eskilstuna, sem var með sama stigafjölda og Djurgården fyrir leik. Djurgården er nú einu stigi frá fallsæti, fyrir ofan Umeå sem er einmitt næsti andstæðingur liðsins. Vann sig inn í liðið og framundan er úrslitaleikur „Ég er mjög stolt og ánægð að hafa fengið tækifæri, í svona mikilvægum leik. Mér finnst ég hafa sýnt það síðustu fjórar vikur á æfingum að ég eigi skilið að spila en svo er bara mikil samkeppni hérna. Við erum með markmann úr danska landsliðinu og aðra sænska sem einnig er góð, svo ég vissi að það yrði „brekka“ að fá sæti í liðinu, hjá þjálfara sem ég hafði ekki spilað fyrir áður,“ segir Guðbjörg, og bætir við: „Ég var mjög glöð að fá þetta tækifæri, þó mér hafi fundist ég geta fengið það fyrr, en ég er því auðvitað enn svekktari að þetta skyldi enda svona. Ég var alveg „stabíl“ í leiknum en pínu ósátt við sjálfa mig í síðasta markinu. Vonandi fæ ég að spila áfram í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Næsti leikur er bara upp á það hvort að Djurgården verði í Allsvenskan á næsta ári eða ekki. Þetta er mjög skemmtileg deild, fyrir umferðina í gær gátu enn sex lið fallið, svo þetta er rosalega jafnt.“ Guðbjörg kveðst kunna vel við sig í Stokkhólmi en mun vera með tilboð um að fara annað.vísir/Daníel Aðspurð um möguleikann á því að hún spili með Íslandi gegn Slóvakíu og Ungverjalandi um næstu mánaðamót, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á EM fjórða skiptið í röð, segir Guðbjörg: „Ég hef ekki alveg hugsað það, þar sem ég hef bara ekkert heyrt í Jóni Þór [landsliðsþjálfara]. En ef að mér tekst að halda dönskum landsliðsmarkverði á bekknum og standa mig, þá hlýt ég að eiga erindi í íslenska landsliðið. Ég hef alltaf trú á því að standi maður sig vel á háu getustigi þá komist maður í landsliðið,“ segir Guðbjörg. Fengið tilboð frá Noregi, Svíþjóð og Kýpur Næsta stórmót, EM í Englandi, var þó ekki aðalmarkmið hennar með því að komast aftur út á fótboltavöllinn: „Ég ákvað bara að æfa og komast í gott stand, og sjá hvort ég gæti orðið jafngóð og ég var. Ég hef engan áhuga á að spila ef mér finnst ég ekki geta orðið jafngóð, en núna finnst mér ég bara vera eins og ég var áður en ég eignaðist tvíburana, fyrir utan að vanta leikform.“ Guðbjörg og kærasta hennar, Mia Jalkerud, hafa eftir því sem Vísir kemst næst fengið tilboð frá félögum í Svíþjóð, Noregi og Kýpur fyrir næstu leiktíð, en samningur Guðbjargar við Djurgården er að renna út. Guðbjörg kveðst einbeita sér alfarið að því núna að halda Djurgården í efstu deild, enda sé liðið allt of vel mannað til að falla, og segir að þær Mia muni skoða sín mál eftir tímabilið. Það sé alls ekki útilokað að hún verði áfram hjá Djurgården.
EM 2021 í Englandi Sænski boltinn Tengdar fréttir Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. 1. nóvember 2020 15:23 Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. 29. september 2020 08:31 Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. 1. nóvember 2020 15:23
Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. 29. september 2020 08:31
Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30
Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04
Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00