Enski boltinn

Bielsa ekki hrifinn af varnar­leik Leeds og Rod­gers sagði Pochettino að fara þjálfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers og Bielsa taka í spaðann á hvor öðrum í kvöld.
Rodgers og Bielsa taka í spaðann á hvor öðrum í kvöld. Peter Powell/Getty Images

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, var ekki hrifinn af varnarleik liðsins í 4-1 tapinu gegn Leicester á heimavelli í kvöld er liðin mættust í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leicester var 2-0 yfir í leikhléi og hefðu þeir hæglega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Varnarleikur Leeds ekki til útflutnings og Argentínumaðurinn var ekki hrifinn.

„Á fyrsta hálftímanum vörðumst við illa og eftir það náðum við ekki að skapa nægilega mikið. Það er eitt af verksviðum þjálfarans,“ sagði Bielsa og virtist vera taka tapið að hluta til á sig. Svo var ekki:

„Ég er ekki að taka á mig sökina fyrir tapinu. Ég er bara að segja að leikmennirnir voru ekki rétt stilltir. Þeir eru ósáttir. Hver einasti leikur er möguleiki á að koma sér aftur á rétta sporið og sérstaklega eftir tapleik.“

Það var hins vegar annar tónn yfir Brendan Rodgers, stjóra Leicester. Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, var í settinu hjá Sky Sports í Monday Night Football og Rodgers skilaði kveðju á hann:

„Fríið hjá Mauricio er búið. Hann þarf að fara vinna!“ sagði Rodgers léttur í bragði. Pochettino svaraði Rodgers til baka og sagði að hann væri að gera frábæra hluti. Hann vonaðist til að sjá Rodgers bráðlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×