Geðheilbrigði Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2020 09:00 Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa orðið miklar breytingar á okkar samfélagi. Við erum nánast öll í stöðugri aðlögun, nýjar reglur og ný viðmið sem taka stöðugum breytingum. Daglegu lífi okkar allra hefur verið umturnað. Vissulega hefur ástandið mismunandi áhrif á okkur þar sem sóttvarnaraðgerðir snerta okkur mis mikið. Það fagfólk á sviði geðheilbrigðismála sem ég hef talað við hefur áhyggjur af afleiðingum faraldursins sem nú geisar hvað varðar geðheilbrigði. Fagfólk talar um að ástandið fari versnandi eftir því sem faraldurinn dregst á langinn. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hver sé raunveruleg staða í geðheilbrigðismálum til þess að hægt sé að bregðast við sem fyrst ef talin er vera þörf á því. Tillaga um úttekt á stöðu geðheilbrigðismála Í borgarstjórn í dag mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja tillögu um að gerð verði úttekt á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónuveirunnar. Í kjölfarið verði unnin aðgerðaáætlun sem fylgt verði eftir. Fulltrúum velferðarsviðs, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs verði falin gerð úttektar annars vegar og aðgerðaáætlunar hins vegar enda eru það þau svið Reykjavíkurborgar sem málið snertir helst. Vinnan verði jafnframt unnin í samstarfi við fagaðila á sviði geðheilbrigðismála ásamt fulltrúum frá samtökum sem sinna geðheilbrigðismálum. Lagt er til að vinnu við greiningu og aðgerðaáætlun ljúki eigi síðar en í árslok 2020 og niðurstöðunni verði skilað til borgarráðs. Aðgerðaáætlun komi til framkvæmda í ársbyrjun 2021. Aldrei mikilvægara að huga að geðheilbrigði Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægar en núna að huga að geðheilbrigðismálum. Þeir hópar sem hafa orðið fyrir hvað mestum breytingum vegna sóttvarnaraðgerða þarf að skoða sérstaklega. Unglingarnir okkar stóðu ekki vel fyrir komu kórónuveirunnar og því miður hefur orðið gríðarleg röskun á þeirra lífi. Það er eflaust ekki auðvelt að vera ung manneskja og alast upp á tímum kórónuveirunnar þar sem öll félagsleg samskipti eru allt önnur en við eigum að venjast. Unglingar hafa sjálfir verið duglegir að kalla eftir breytingum og aukinni fræðslu um geðheilbrigði. Því miður þá hefur ekki verið orðið við þeim óskum. Reykjavíkurborg verður leiðandi Það er þekkt að þegar að stormurinn geisar að þá hörkum við hann oft af okkur og síðan koma afleiðingarnar í ljós. Það er því mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum núna og beina athygli okkar að forvörnum og heilsueflingu í ríkara mæli. Reykjavíkurborg á þar að taka forystu með því að marka sér skýra stefnumótun og huga ávalt að því að allir íbúar sveitarfélagsins setji geðheilsuna í forgang. Það er eitt af mikilvægustu verkefnum sem þarf að vinna núna á tímum kórónuveirufaraldursins, hlúum mun betur að geðheilbrigðismálum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar