Fyrsta vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. nóvember 2020 11:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Almannavarnir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira