Real með mikilvægan sigur, City með fullt hús og öll úrslit kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 3. nóvember 2020 21:52 Madrídingar fagna marki í kvöld. Oscar J. Barroso/Europa Press Sports/Getty Images) Real Madrid vann lífs nauðsynlegan sigur á Inter, Bayern Munchen afgreiddi Salzburg undir lokin og Manchester City er með fullt hús eftir sigur á Olympiakos. Þetta var á meðal úrslita í Meistaradeildinni í kvöld. Það var alvöru leikur á Spáni þar sem Real Madrid vann 3-2 sigur á Inter. Bæði lið hafa farið illa af stað í riðlinum og þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda. Real komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Karim Benzema og Sergio Ramos en Lautaro Martinez minnkaði muninn fyrir hlé. Ivan Perisic jafnaði svo á 68. mínútu en Rodrygo skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. VAMOS TEAM! #RMUCL | #HalaMadrid pic.twitter.com/WHahBS6EhK— Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 3, 2020 Gladbach er því með fimm stig, Real og Shakhtar með fjögur en Inter á botni riðilsins með tvö stig. Bayern München vann torsóttann sigur á Salzburg í Austurríki. Lokatölur 2-6. Austurríkismennirnir komust yfir en mark úr vítaspyrnu frá Robert Lewandowski og sjálfsmark Rasmus Kristensen kom Bayern yfir fyrir hlé. Masaya Okugawa jafnaði þó fyrir Salzburg á 66. mínútu en Jerome Boateng kom Bayern í forystu ellefu mínútum fyrir leikslok áður en Leroy Sane bætti við fjórða markinu. Bæjarar voru ekki hættir því Lewandowski skoraði fimmta markið á 88. mínútu og Lucas Hernandez bætti við sjötta markinu ó uppbótartíma . Bayern er með fullt hús í A-riðlinum, Atletico Madrid fjögur stig, Lokomotiv tvö en Salzburg eitt. Manchester City er einnig með fullt hús í C-riðlinum. Þeir unnu 3-0 sigur á Olympiakos í kvöld. Ferran Torres skoraði fyrra markið á tólftu mínútu og Gabriel Jesus tvöfaldaði forystuna á 81. mínútu með laglegri afgreiðslu. Joao Cancelo skoraði þriðja markið. 9 - Gabriel Jesus has been directly involved in nine goals in his last seven @ChampionsLeague appearances (six goals & three assists). Belter. #UCL pic.twitter.com/xQqHHp1m3c— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Í hinum leik C-riðilsins unnu Porto öruggan sigur á Marseille. Lokatölur 3-0. Moussa Marega, Sergio Oliveira og Luis Diaz skoruðu mörk Porto en Dimitri Payet klúðraði víti fyrir Marseille í stöðunni 1-0. City er efst í riðlinum með níu stig, Porto í öðru sætinu með sex, Olympiakos með þrjú en Marseille án stiga. Mikael Anderson var ónotaður varamaður er Midtjylland tapaði 2-1 fyrir Ajax á heimavelli. Midtjylland lenti 2-0 undir eftir tólf mínútna leik en þeir náðu svo að klóra í bakkann. Midtjylland er án stiga á botni riðilsins. Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: A-riðill: Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid 1-1 Salzburg - Bayern Munchen 2-6B-riðill: Shaktar - Borussia Mönchengladbach 0-6 Real Madrid - Inter 3-2C-riðill: Porto - Marseille 3-0 Man. City - Olympiakos 3-0D-riðill: Atalanta - Liverpool 0-5 FC Midtjylland - Ajax 1-2 Meistaradeild Evrópu
Real Madrid vann lífs nauðsynlegan sigur á Inter, Bayern Munchen afgreiddi Salzburg undir lokin og Manchester City er með fullt hús eftir sigur á Olympiakos. Þetta var á meðal úrslita í Meistaradeildinni í kvöld. Það var alvöru leikur á Spáni þar sem Real Madrid vann 3-2 sigur á Inter. Bæði lið hafa farið illa af stað í riðlinum og þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda. Real komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Karim Benzema og Sergio Ramos en Lautaro Martinez minnkaði muninn fyrir hlé. Ivan Perisic jafnaði svo á 68. mínútu en Rodrygo skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. VAMOS TEAM! #RMUCL | #HalaMadrid pic.twitter.com/WHahBS6EhK— Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 3, 2020 Gladbach er því með fimm stig, Real og Shakhtar með fjögur en Inter á botni riðilsins með tvö stig. Bayern München vann torsóttann sigur á Salzburg í Austurríki. Lokatölur 2-6. Austurríkismennirnir komust yfir en mark úr vítaspyrnu frá Robert Lewandowski og sjálfsmark Rasmus Kristensen kom Bayern yfir fyrir hlé. Masaya Okugawa jafnaði þó fyrir Salzburg á 66. mínútu en Jerome Boateng kom Bayern í forystu ellefu mínútum fyrir leikslok áður en Leroy Sane bætti við fjórða markinu. Bæjarar voru ekki hættir því Lewandowski skoraði fimmta markið á 88. mínútu og Lucas Hernandez bætti við sjötta markinu ó uppbótartíma . Bayern er með fullt hús í A-riðlinum, Atletico Madrid fjögur stig, Lokomotiv tvö en Salzburg eitt. Manchester City er einnig með fullt hús í C-riðlinum. Þeir unnu 3-0 sigur á Olympiakos í kvöld. Ferran Torres skoraði fyrra markið á tólftu mínútu og Gabriel Jesus tvöfaldaði forystuna á 81. mínútu með laglegri afgreiðslu. Joao Cancelo skoraði þriðja markið. 9 - Gabriel Jesus has been directly involved in nine goals in his last seven @ChampionsLeague appearances (six goals & three assists). Belter. #UCL pic.twitter.com/xQqHHp1m3c— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Í hinum leik C-riðilsins unnu Porto öruggan sigur á Marseille. Lokatölur 3-0. Moussa Marega, Sergio Oliveira og Luis Diaz skoruðu mörk Porto en Dimitri Payet klúðraði víti fyrir Marseille í stöðunni 1-0. City er efst í riðlinum með níu stig, Porto í öðru sætinu með sex, Olympiakos með þrjú en Marseille án stiga. Mikael Anderson var ónotaður varamaður er Midtjylland tapaði 2-1 fyrir Ajax á heimavelli. Midtjylland lenti 2-0 undir eftir tólf mínútna leik en þeir náðu svo að klóra í bakkann. Midtjylland er án stiga á botni riðilsins. Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: A-riðill: Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid 1-1 Salzburg - Bayern Munchen 2-6B-riðill: Shaktar - Borussia Mönchengladbach 0-6 Real Madrid - Inter 3-2C-riðill: Porto - Marseille 3-0 Man. City - Olympiakos 3-0D-riðill: Atalanta - Liverpool 0-5 FC Midtjylland - Ajax 1-2
Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: A-riðill: Lokomotiv Moskva - Atletico Madrid 1-1 Salzburg - Bayern Munchen 2-6B-riðill: Shaktar - Borussia Mönchengladbach 0-6 Real Madrid - Inter 3-2C-riðill: Porto - Marseille 3-0 Man. City - Olympiakos 3-0D-riðill: Atalanta - Liverpool 0-5 FC Midtjylland - Ajax 1-2
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti