Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar.
Diogo Jota hefur gert það gott að undanförnu og hann fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool. Hann þakkaði traustið er hann skoraði á 16. mínútu með laglegri afgreiðslu.
Goals for @LFC in 2020:
— SPORF (@Sporf) November 3, 2020
Roberto Firmino
Diogo Jota
@DiogoJota18 only signed in September! pic.twitter.com/XecTTY1oAg
Þetta var einungis byrjunin á veislunni en Portúgalinn tvöfaldaði forystuna á 33. mínútu. Staðan 2-0 í hálfleik en eftir átta mínútur í síðari hálfleik var staðan skyndilega orðinn 5-0.
Mohamed Salah kom Liverpool í 3-0 á 47. mínútu með ekta Salah marki; þar sem hann slapp einn í gegn og kláraði færið vel. Fjórða markið gerði Sadio Mane á 49. mínútu með laglegri vippu og sex mínútum síðar fullkomnaði Jota þrennu sína er hann kom Liverpool í 5-0 eftir undirbúning Salah.
10 Diogo Jota has scored @LFC's 10th hat-trick in the European Cup/Champions League, the ninth different player to do so for the club, with only Graeme Souness doing so on more than one occasion. Illustrious. #UCL
— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020
Liverpool er í efsta sæti riðilsins með níu stig, Ajax er í öðru sætinu með fjögur stig líkt og Atalanta sem er í þriðja sætinu. Midtjylland er á botninum án stiga.