Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 20:20 Birkir Hrannar, Gunnar, Kristrún og Kristín Svanborg þreyttu próf á fyrsta degi í breyttu skólahaldi. Gríman þvældist ekkert fyrir þeim. Vísir/Vilhelm Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða, en reglugerð heilbrigðisráðherra kveður meðal annars á um grímuskyldu og fjöldatakmarkanir hjá fimmta bekk og upp úr. Nemendur í tíunda bekk í Réttarholtsskóla segjast frekar vilja bera grímu en að missa úr skóla. „Ég er búinn að vera duglegur að nota grímu þannig að ég er alveg búinn að venjast því mikið, og finn ekkert mikinn mun á að vera ekki með hana,“ segir Gunnar Mogensen Árnason í tíunda bekk í Réttó. „Mér fannst það pirrandi fyrst en svo venst maður og þá verður það allt í lagi. Og ef maður er með hana lengi þá venst maður og er bara góður,“ segir Birkir Hrannar Diego. Grímuskyldu hefur verið komið á hjá fimmta bekk og upp úr. Vísir/Vilhelm Gunnar, Birkir og bekkjarsystur þeirra, þær Kristrún Ágústsdóttir og Kristín Svanborg Ólafsdóttir voru nýkomin úr prófi þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þau voru öll sammála um að gríman hefði ekkert gert þeim erfitt fyrir í prófinu, en þau eru þó ekki alveg óvön því að bera grímu því skólastjórnendur í Réttarholtsskóla óskuðu eftir því í síðasta mánuði að nemendur bæru grímur í skólanum. L í ti ð tilt ö kum á l a ð bera gr í muna „Mér finnst eiginlega eini munurinn núna og svo áður þegar okkur var ráðlagt að vera með grímu er að þá gat maður alltaf tekið hana af en núna eigum við að vera með hana,“ segir Kristrún og Kristín Svanborg tekur undir. „Já, þetta venst bara. Maður var ekkert að pæla í þessu í prófinu, meira bara að hugsa um prófið sjálft þannig að kannski gleymdi maður bara svolítið að maður væri með grímu,“ segir Kristín. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir daginn hafa gengið vonum framar. Vísir/Vilhelm Þau segja mikilvægast af öllu að geta haldið áfram skólagöngunni og klárað grunnskólann. Gríman sé því lítið tiltökumál. „Ég á systur sem er í menntaskóla og hún hefur ekki verið í skólanum síðan í mars og hún er alveg að drepast úr leiðindum á daginn. Fær enga tilbreytingu frá því að vera í skóla og svo í heimanáminu. Lærir bara heima allan daginn en ég er allavega mjög fegin að fá að mæta í skólann,“ segir Kristrún. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir breytt snið í skólahaldinu hafa vel í dag. „Þetta hefur bara gengið vonum framar. Það leggjast allir á eitt og krakkarnir komu bara sáttir í skólann í morgun,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent