8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 12:31 Ferenc Puskás á seinni árum sínum til vinstri en til hægri heilsar hann fyrirliða Vestur-Þjóðverja, Fritz Walter, fyrir úrslitaleik HM í Sviss 1954. Samsett/Getty Ferenc Puskás gerði frábæra hluti sem leikmaður ungverska landsliðsins en landsliðsþjálfaraferillinn endaði aftur á móti eftir heimsókn í Laugardalinn í sumarbyrjun 1993. Í dag eru átta dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn með því að rifja upp tengsl Íslands og Ungverjalands á knattspyrnuvellinum. Ferenc Puskás er frægasti knattspyrnumaður Ungverja frá upphafi enda einn mesti markaskorarinn í sögu knattspyrnunnar í heiminum. Hann er svo virtur í heimalandi sínu að þjóðarleikvangurinn, völlurinn sem Ísland er að fara spila á eftir átta daga, er skírður eftir honum. Gott dæmi um goðsögnina Puskás er að markaverðlaun FIFA, það er verðlaun fyrir flottasta markið á hverju ári, heiti einnig í höfuðið á honum. Puskás reyndi líka fyrir sér sem landsliðsþjálfari en það gekk ekki alveg eins vel. Ísland átti sinn þátt í því. Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn 17. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir ungverska landsliðið og þau hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki flúið ógnarstjórnina í heimalandinu aðeins 29 ára gamall árið 1956. Það kostaði hann á endanum tveggja ára bann hjá UEFA. Puskás lék ekki aftur fyrir ungverska landsliðið en spilaði fjóra landsleiki fyrir Spán á árunum 1961 til 1962. Puskás snéri ekki aftur heim til Ungverjalands fyrr en árið 1981. Hann var búinn að reyna fyrir sér víða sem þjálfari þegar hann tók við þjálfun ungverska landsliðsins árið 1993, þá 66 ára gamall. Ungverjar voru þarna í riðli með íslenska landsliðinu og höfðu tapað fyrri leiknum í Búdapest. Rúmeninn Emerich Jenei var landsliðsþjálfari en var látinn fara eftir enn eitt tapið á heimavelli í undankeppninni nú 1-0 á móti Grikklandi í mars 1993. Frétt um leikinn á baksíðu Morgunblaðsins 17. júnú 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Emerich Jenei var kannski frægastur fyrir það að stýra rúmenska liðinu Steaua Búkarest óvænt til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða 1986. Hann hafði aftur á móti verið þjálfari ungverska landsliðsins frá 1992 eða þar til að Puskás tók við af honum í apríl 1993. Þegar Puskás mætti í Laugardalinn þá var ungverska landsliðið búið að spila þrjá leiki undir hans stjórn, liðið tapaði á móti Svíum (0-2) og Rússum (0-3) en vann 4-2 endurkomusigur á Írum átján dögum fyrir leikinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn á móti Íslandi í Laugardalnum tapaðist hins vegar 2-0 þökk sé mörkum frá Eyjólfi Sverrissyni og Arnóri Guðjohnsen á 13. og 77. mínútu leiksins. Markið hans Arnórs kom sextán mínútum eftir að Ungverjinn Márton Gábor fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Hlyn Stefánsson. Umfjöllun DV um leikinn 18. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/DV Ferenc Puskás fór ekki leynt með óánægju sína með dómgæsluna eftir leikinn. „Það er erfitt að leika gegn fjórtán mönnum," var það fyrsta sem blaðamaður Morgunblaðsins fékk upp úr Ferenc Puskás eftir leikinn en hann átti þá við að bæði dómarinn og línuverðirnir hefðu verið á bandi Íslendinga. „Það er eitt að leika illa og annað að vera látinn leika illa," sagði Puskas allt annað en hress með dómarann. „Íslenska liðið lék betur, þeir voru kröftugri og hraðari," sagði Puskas sem staðfesti svo að þetta hefði verið hans síðasti leikur með liðið. „Ég er ánægður með að geta hætt, því ég nenni ekki að standa sífellt í þessu brasi við dómara," sagði Puskas við Morgunblaðið eftir leikinn. Þetta var líka síðasti leikur Ferenc Puskás með ungverska landsliðið. József Verebes stýrði liðinu 1993 og 1994 en þegar Ungverjar mættu næst í Laugardalinn 1995 var kominn nýr. Sá hét Kálmán Mészöly. Ferenc Puskás greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2000 og lést í nóvember 2006 þá 79 ára gamall. Hann fékk ríkisútför og liggur í grafhýsi í St Stephen basilíkunni í Búdapest. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Ferenc Puskás gerði frábæra hluti sem leikmaður ungverska landsliðsins en landsliðsþjálfaraferillinn endaði aftur á móti eftir heimsókn í Laugardalinn í sumarbyrjun 1993. Í dag eru átta dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn með því að rifja upp tengsl Íslands og Ungverjalands á knattspyrnuvellinum. Ferenc Puskás er frægasti knattspyrnumaður Ungverja frá upphafi enda einn mesti markaskorarinn í sögu knattspyrnunnar í heiminum. Hann er svo virtur í heimalandi sínu að þjóðarleikvangurinn, völlurinn sem Ísland er að fara spila á eftir átta daga, er skírður eftir honum. Gott dæmi um goðsögnina Puskás er að markaverðlaun FIFA, það er verðlaun fyrir flottasta markið á hverju ári, heiti einnig í höfuðið á honum. Puskás reyndi líka fyrir sér sem landsliðsþjálfari en það gekk ekki alveg eins vel. Ísland átti sinn þátt í því. Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn 17. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir ungverska landsliðið og þau hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki flúið ógnarstjórnina í heimalandinu aðeins 29 ára gamall árið 1956. Það kostaði hann á endanum tveggja ára bann hjá UEFA. Puskás lék ekki aftur fyrir ungverska landsliðið en spilaði fjóra landsleiki fyrir Spán á árunum 1961 til 1962. Puskás snéri ekki aftur heim til Ungverjalands fyrr en árið 1981. Hann var búinn að reyna fyrir sér víða sem þjálfari þegar hann tók við þjálfun ungverska landsliðsins árið 1993, þá 66 ára gamall. Ungverjar voru þarna í riðli með íslenska landsliðinu og höfðu tapað fyrri leiknum í Búdapest. Rúmeninn Emerich Jenei var landsliðsþjálfari en var látinn fara eftir enn eitt tapið á heimavelli í undankeppninni nú 1-0 á móti Grikklandi í mars 1993. Frétt um leikinn á baksíðu Morgunblaðsins 17. júnú 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Emerich Jenei var kannski frægastur fyrir það að stýra rúmenska liðinu Steaua Búkarest óvænt til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða 1986. Hann hafði aftur á móti verið þjálfari ungverska landsliðsins frá 1992 eða þar til að Puskás tók við af honum í apríl 1993. Þegar Puskás mætti í Laugardalinn þá var ungverska landsliðið búið að spila þrjá leiki undir hans stjórn, liðið tapaði á móti Svíum (0-2) og Rússum (0-3) en vann 4-2 endurkomusigur á Írum átján dögum fyrir leikinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn á móti Íslandi í Laugardalnum tapaðist hins vegar 2-0 þökk sé mörkum frá Eyjólfi Sverrissyni og Arnóri Guðjohnsen á 13. og 77. mínútu leiksins. Markið hans Arnórs kom sextán mínútum eftir að Ungverjinn Márton Gábor fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Hlyn Stefánsson. Umfjöllun DV um leikinn 18. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/DV Ferenc Puskás fór ekki leynt með óánægju sína með dómgæsluna eftir leikinn. „Það er erfitt að leika gegn fjórtán mönnum," var það fyrsta sem blaðamaður Morgunblaðsins fékk upp úr Ferenc Puskás eftir leikinn en hann átti þá við að bæði dómarinn og línuverðirnir hefðu verið á bandi Íslendinga. „Það er eitt að leika illa og annað að vera látinn leika illa," sagði Puskas allt annað en hress með dómarann. „Íslenska liðið lék betur, þeir voru kröftugri og hraðari," sagði Puskas sem staðfesti svo að þetta hefði verið hans síðasti leikur með liðið. „Ég er ánægður með að geta hætt, því ég nenni ekki að standa sífellt í þessu brasi við dómara," sagði Puskas við Morgunblaðið eftir leikinn. Þetta var líka síðasti leikur Ferenc Puskás með ungverska landsliðið. József Verebes stýrði liðinu 1993 og 1994 en þegar Ungverjar mættu næst í Laugardalinn 1995 var kominn nýr. Sá hét Kálmán Mészöly. Ferenc Puskás greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2000 og lést í nóvember 2006 þá 79 ára gamall. Hann fékk ríkisútför og liggur í grafhýsi í St Stephen basilíkunni í Búdapest. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31