Lífið

Jólagestir Björgvins verða í beinni útsendingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jólatónleikar Bó hafa farið fram síðastliðin þrettán ár. 
Jólatónleikar Bó hafa farið fram síðastliðin þrettán ár.  mynd/mummilú

Jólatónleikarnir Jólagestir Björgvins munu fara fram í ár en með breyttu sniði og heima í stofu hjá landsmönnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live en þann 19. desember verða jólatónleikar Björgvins Halldórssonar í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu.

Í tilkynningunni segir að tónleikarnir verði aðgengilegir í gegnum myndlykla Vodafone og Sjónvarp Símans fyrir þau sem vilja horfa í gegnum sjónvarpið. Einnig verður hægt að kaupa streymi hjá Tix.is en þannig er hægt að horfa á tónleikana á næstum hvaða nettengda tæki sem er. Nánari upplýsingar um miðasölu og tæknileg atriði verða kynnt á næstu dögum.

Ásamt Björgvini kemur fram stórskotalið söngvara:

Ágústa Eva

Bríet

Eyþór Ingi

Gissur Páll

Högni

Logi Pedro

Margrét Eir

Svala

Þau verða dyggilega studd af Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, Reykjavík Gospel Company undir stjórn Óskars Einarssonar, Karlakórnum Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarssonar, Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og dönsurum úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.