Ungverskur landsliðsmarkvörður færði Juventus tvö mörk á silfurfati Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 10:01 Dénes Dibusz er tíu landsleikja maður fyrir Ungverjaland. getty/Anton Novoderezhkin Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Dénes Dibusz, markvörður Ferencváros, vill eflaust gleyma leiknum gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær sem allra fyrst. Hann gaf nefnilega tvö mörk í 1-4 tapi ungversku meistaranna. Dibusz er í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í umspili um sæti á EM 12. nóvember. Hann lék tvo af þremur leikjum Ungverja í síðustu landsleikjahrinu og hélt hreinu í báðum þeirra. Péter Gulácsi, markvörður RB Leipzig, er þó venjulega fyrsti kostur í mark ungverska liðsins og verður að öllum líkindum milli stanganna gegn Íslendingum. Dibusz gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Juventus í leiknum í gær en Álvaro Morata skoraði þau bæði. Hann átti hins vegar sök á síðustu tveimur mörkunum. Í þriðja markinu á 73. mínútu náði Dibusz ekki að hemja boltann eftir slaka sendingu til baka og Paolo Dybala skoraði auðveldlega. Átta mínútum síðar gerði hann enn verri mistök þegar hann gaf boltann Dybala sem átti skot sem Lasha Dvari, varnarmaður Ferencváros, stýrði í netið. Afar klaufaleg mörk svo ekki sé meira sagt. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Ferencváros 1-4 Juventus Ferencváros er með eitt stig á botni G-riðils Meistaradeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Juventus á Ítalíu 24. nóvember. Dibusz, sem verður þrítugur fjórum dögum eftir leikinn gegn Íslandi, hefur leikið tíu landsleiki fyrir Ungverjaland. Hann er einn fjögurra leikmanna Ferencváros í ungverska landsliðshópnum. Hinir eru varnarmennirnir Gergö Lovrencsics og Endre Botka og miðjumaðurinn Dávid Sigér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira