Lífið

Einstakt hús í Hafnarfirði til sölu á 120 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir hafa einfaldlega gert sér leið í Hafnarfjörðinn til að skoða húsið.
Margir hafa einfaldlega gert sér leið í Hafnarfjörðinn til að skoða húsið.

Klukkuberg 40 í Hafnarfirði er komið á sölu en um er að ræða algjörlega einstakt hús hér á landi. 

Arkitektúr hússins er frábrugðin flestu sem þekkist á Íslandi og er það stundum kallað rúllutertuhúsið.

Um er að ræða tæplega þrjú hundruð fermetra einbýlishús í suðurhlíðum Setbergsins og er þar útsýni til austurs, suðurs og vesturs.

Það var Vífill Magnússon sem teiknaði Klukkuberg 40 og hefur það ávallt fengið verulega athygli fólks í gegnum tíðina.

Það var byggt árið 1996 og er fasteignamat eignarinnar rúmlega 96 milljónir. Ásett verð er 120 milljónir. Þar eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Stendur á fallegri hæð í Setberginu.
Virkilega smekklegur pallur fyrir framan eignina og þar skemmir útsýnið ekki fyrir. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.