Jóhanna Guðrún lagði blóð, svita og tár í nýja jólaplötu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:48 Jóhanna Guðrún sendir frá sér jólaplötu í ár. Aðsend mynd Söngdívan Jóhanna Guðrún var að tilkynna glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum. Fyrsta smáskífa plötunnar kemur út 12. nóvember og ber heitið Löngu liðnir dagar en lagið er samið af söngvaranum Jóni Jónssyni og textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Lagið verður frumflutt á Bylgjunni á miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 10:30. Á plötunni eru samtals 10 lög og um er að ræða fimm frumsamin lög og fimm tökulög eins og Ave Maria. Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson eru gestasöngvarar á plötunni en báðir hafa unnið með henni í gegnum tíðina. Jóhanna Guðrún og Davíð vöktu mikla athygli í þáttunum Í kvöld er gigg á Stöð 2.Vísir/Vilhelm „Jólatíðin hefur alltaf verið sá tími ársins þar sem hefur verið mest að gera hjá mér enda er ég mikið jólabarn. Alda Music hafði samband við mig fyrr á árinu með þessa hugmynd um samstarf, þannig það var gott spark í rassinn því ég hef lengi verið á leiðinni að gera jólaplötu," segir Jóhanna Guðrún. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að biðja eiginmanninn Davíð Sigurgeirsson að gera með henni plötuna. „Það er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að gera plötuna og við hjónin búin að leggja blóð, svita og tár í hana. Ég var líka svo heppin að fá lög frá bestu lagahöfundum þjóðarinnar.“ Smáskífuumslag Jóhönnu Guðrúnar fyrir lagið sem kemur í næstu viku, Löngu liðnir dagarAðsend mynd Lagalisti plötunnar: Löngu liðnir dagar Mín eina jólaósk Takk fyrir mig Geymdu það ei til jóladags Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga) Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann) Draumur á jólanótt Velkomin jól Vetrarsól Ave María Tónlist Jól Tengdar fréttir Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02 „Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngdívan Jóhanna Guðrún var að tilkynna glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum. Fyrsta smáskífa plötunnar kemur út 12. nóvember og ber heitið Löngu liðnir dagar en lagið er samið af söngvaranum Jóni Jónssyni og textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Lagið verður frumflutt á Bylgjunni á miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 10:30. Á plötunni eru samtals 10 lög og um er að ræða fimm frumsamin lög og fimm tökulög eins og Ave Maria. Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson eru gestasöngvarar á plötunni en báðir hafa unnið með henni í gegnum tíðina. Jóhanna Guðrún og Davíð vöktu mikla athygli í þáttunum Í kvöld er gigg á Stöð 2.Vísir/Vilhelm „Jólatíðin hefur alltaf verið sá tími ársins þar sem hefur verið mest að gera hjá mér enda er ég mikið jólabarn. Alda Music hafði samband við mig fyrr á árinu með þessa hugmynd um samstarf, þannig það var gott spark í rassinn því ég hef lengi verið á leiðinni að gera jólaplötu," segir Jóhanna Guðrún. Hún segir að ekkert annað hafi komið til greina en að biðja eiginmanninn Davíð Sigurgeirsson að gera með henni plötuna. „Það er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt ferli að gera plötuna og við hjónin búin að leggja blóð, svita og tár í hana. Ég var líka svo heppin að fá lög frá bestu lagahöfundum þjóðarinnar.“ Smáskífuumslag Jóhönnu Guðrúnar fyrir lagið sem kemur í næstu viku, Löngu liðnir dagarAðsend mynd Lagalisti plötunnar: Löngu liðnir dagar Mín eina jólaósk Takk fyrir mig Geymdu það ei til jóladags Hjartað lyftir mér hærra (ásamt Eyþóri Inga) Haltu utan um mig (ásamt Sverri Bergmann) Draumur á jólanótt Velkomin jól Vetrarsól Ave María
Tónlist Jól Tengdar fréttir Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02 „Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31 Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 31. október 2020 14:02
„Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. 24. september 2020 12:31
Konur eiga að vera óhræddari við að taka pláss og þora Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona segist sjá eftir því að hafa ekki samið meira af eigin tónlist. 29. september 2019 07:00