Guðlaugur Þór fundaði með Pompeo Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:52 Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands á fundi í Hörpu í fyrra. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fjarfundi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að viðskipta- og efnahagsmál hafi verið aðalumræðuefni fundarins. Guðlaugur hafi meðal annars lýst yfir ánægju með formlegt efnahagssamráð ríkjanna sem sett var á laggirnar eftir fund ráðherranna í fyrra. Reglubundið efnahagssamráð hafi verið fest í sessi og Íslandsfrumvarpið væri nú í umfjöllun Bandaríkjaþings. Fundurinn í dag hafi staðfest „enn frekar góð tengsl ríkjanna“. Guðlaugur og Pompeo hittust fyrst í Washington í janúar 2019 og svo aftur í Reykjavík rúmum mánuði síðar. Á þeim fundi var ákveðið að setja efnahagssamráð ríkjanna á fót og var fyrsti fundur þess haldinn í Reykjavík snemmsumars 2019. Í síðustu viku fór svo efnahagssamráðið fram í annað sinn og var á þeim fundi undirritað sameiginlegt minnisblað um áframhaldandi samvinnu á ýmsum sviðum á þessum vettvangi. Þessu til viðbótar hefur Bandaríkjaþing nú til umfjöllunar frumvarp um sérstakar vegabréfsáritanir fyrir íslenskt viðskiptafólk, svonefndar E1 og E2-áritanir. Ákvörðun um að þingið fjallaði um málið, Íslandsfrumvarpið sem svo hefur verið kallað, lá fyrir í lok síðasta árs. Guðlaugur segir í samtali við Ríkisútvarpið að staðan á forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi lítið verið rædd á fundinum. Efnahagsmál Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fjarfundi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að viðskipta- og efnahagsmál hafi verið aðalumræðuefni fundarins. Guðlaugur hafi meðal annars lýst yfir ánægju með formlegt efnahagssamráð ríkjanna sem sett var á laggirnar eftir fund ráðherranna í fyrra. Reglubundið efnahagssamráð hafi verið fest í sessi og Íslandsfrumvarpið væri nú í umfjöllun Bandaríkjaþings. Fundurinn í dag hafi staðfest „enn frekar góð tengsl ríkjanna“. Guðlaugur og Pompeo hittust fyrst í Washington í janúar 2019 og svo aftur í Reykjavík rúmum mánuði síðar. Á þeim fundi var ákveðið að setja efnahagssamráð ríkjanna á fót og var fyrsti fundur þess haldinn í Reykjavík snemmsumars 2019. Í síðustu viku fór svo efnahagssamráðið fram í annað sinn og var á þeim fundi undirritað sameiginlegt minnisblað um áframhaldandi samvinnu á ýmsum sviðum á þessum vettvangi. Þessu til viðbótar hefur Bandaríkjaþing nú til umfjöllunar frumvarp um sérstakar vegabréfsáritanir fyrir íslenskt viðskiptafólk, svonefndar E1 og E2-áritanir. Ákvörðun um að þingið fjallaði um málið, Íslandsfrumvarpið sem svo hefur verið kallað, lá fyrir í lok síðasta árs. Guðlaugur segir í samtali við Ríkisútvarpið að staðan á forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafi lítið verið rædd á fundinum.
Efnahagsmál Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent