Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:00 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir minnst fjórðung Íslendinga í áhættuhópi vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11