Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 23:03 Fuglaflensufaraldur virðist nú ríða yfir Evrópu en H5N8-veiran hefur greinst í Hollandi, Englandi, Rússlandi og Þýskalandi. Getty/Robert Alexander Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu. Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu.
Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira