6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 12:30 Predrag Mijatovic skoraði sjö mörk í tveimur umspilsleikjum á móti Ungverjum árið 1997 og hjálpaði Júgóslavíu að vinna 12-1 samanlagt. Hér skorar hann eitt af þessum mörkum. Getty/Neal Simpson Ungverska knattspyrnulandsliðið komst á síðasta stórmót sitt í gegnum umspil en Ungverjar vilja örugglega ekki ræða mikið þarsíðasta umspil liðsins undir lok síðustu aldar. Í dag eru sex dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og spennan magnast með hverjum drginum. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn. Ungverjar eru reyndari en Íslendingar í svona umspilum fyrir stórmót en þetta verður fimmta umspil ungverska landsliðsins frá upphafi. Eina umspil íslenska landsliðsins var þegar liðið tapaði fyrir Króötum árið 2013 í umspili um sæti á HM í Brasilíu 2014. Ísland komst beint á EM 2016 en ungverska liðið fór lengri leiðina. Ungverjar unnu Norðmenn í umspili fyrir Evrópumótið 2016 en ungverska liðið vann báða leikina, 1-0 í Noregi og 2-1 í Ungverjalandi. Dragan Stojkovic og Dejan Savicevic fagna stórsigrinum á Ungverjum árið 1997.Getty/Neal Simpson Það er hins vegar eitt af þessum fjórum umspilum Ungverja í gegnum tíðina sem stingur í augum. Þar erum við að tala um umspil fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi sumarið 1998 þar sem Ungverjar kepptu vð Júgóslavíu um sæti á HM. Ungverjar unnu bara þrjá af átta leikjum sínum í riðlinum í undankeppni HM 1998 en það dugði samt í annað sætið sem gaf sæti í umspil. Norðmenn unnu riðilinn og komust beint á HM. Ungverjar tryggðu sér sætið með því að gera 1-1 jafntefli í Finnlandi í lokaleik riðilsins en Finnar hefði náð öðru sætinu með sigri. Jöfnunarmarkið var sjálfsmark Finna í uppbótatíma og það gat því varla munað minna. Ungverjar drógust í framhaldinu á móti Júgóslavíu í umspilinu. Júgóslavar lentu í öðru sæti í sínum riðli eftir hörkubaráttu við Spánverja sem unnu riðilinn. Það má því vissulega segja sem svo að þegar kom að fyrri umspilsleiknum í lok október 1997 þá voru Júgóslavar vissulega sigurstranglegri. Útkoman var hins vegar afar vandræðaleg fyrir ungverska knattspyrnu. Júgóslvavar unnu fyrst 7-1 sigur á heimavelli Ungverja og fylgdu því síðan eftir með því að vinna seinni leikinn 5-0 á heimavelli. Predrag Mijatovic, sem var þarna leikmaður Real Madrid, skoraði þrennu í fyrri leiknum og gerði síðan enn betur með því að skora fernu í þeim síðari. Predrag Mijatovic var í flottu formi þetta tímabil og vorið eftir skoraði hann sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Savo Milosevic skoraði líka í báðum leikjunum. watch on YouTube Niðurstaðan var því 12-1 tap og líklega vandræðalegasta frammistaða í evrópsku umspili um sæti á heimsmeistaramóti. Þjálfarinn, János Csank, sagði líka af sér eftir seinni leikinn. Júgóslavar komust í sextán liða úrslitin á HM í Frakklandi 1998 en töpuðu þar 2-1 á móti gríðarlega sterku liði Hollendinga. Ungverska landsliðið fór í framhaldinu af þessari niðurlægingu í mikla lægð og Ungverjar komust ekki aftur á stórmót fyrr en á Evrópumótið fyrir rúmum fjórum árum. Þegar Ungverjar unnu Norðmenn í umspilinu í nóvember 2015 þá voru liðin átján ár frá þessum tveimur rassskellum á móti Júgóslövum. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Ungverska knattspyrnulandsliðið komst á síðasta stórmót sitt í gegnum umspil en Ungverjar vilja örugglega ekki ræða mikið þarsíðasta umspil liðsins undir lok síðustu aldar. Í dag eru sex dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og spennan magnast með hverjum drginum. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn. Ungverjar eru reyndari en Íslendingar í svona umspilum fyrir stórmót en þetta verður fimmta umspil ungverska landsliðsins frá upphafi. Eina umspil íslenska landsliðsins var þegar liðið tapaði fyrir Króötum árið 2013 í umspili um sæti á HM í Brasilíu 2014. Ísland komst beint á EM 2016 en ungverska liðið fór lengri leiðina. Ungverjar unnu Norðmenn í umspili fyrir Evrópumótið 2016 en ungverska liðið vann báða leikina, 1-0 í Noregi og 2-1 í Ungverjalandi. Dragan Stojkovic og Dejan Savicevic fagna stórsigrinum á Ungverjum árið 1997.Getty/Neal Simpson Það er hins vegar eitt af þessum fjórum umspilum Ungverja í gegnum tíðina sem stingur í augum. Þar erum við að tala um umspil fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi sumarið 1998 þar sem Ungverjar kepptu vð Júgóslavíu um sæti á HM. Ungverjar unnu bara þrjá af átta leikjum sínum í riðlinum í undankeppni HM 1998 en það dugði samt í annað sætið sem gaf sæti í umspil. Norðmenn unnu riðilinn og komust beint á HM. Ungverjar tryggðu sér sætið með því að gera 1-1 jafntefli í Finnlandi í lokaleik riðilsins en Finnar hefði náð öðru sætinu með sigri. Jöfnunarmarkið var sjálfsmark Finna í uppbótatíma og það gat því varla munað minna. Ungverjar drógust í framhaldinu á móti Júgóslavíu í umspilinu. Júgóslavar lentu í öðru sæti í sínum riðli eftir hörkubaráttu við Spánverja sem unnu riðilinn. Það má því vissulega segja sem svo að þegar kom að fyrri umspilsleiknum í lok október 1997 þá voru Júgóslavar vissulega sigurstranglegri. Útkoman var hins vegar afar vandræðaleg fyrir ungverska knattspyrnu. Júgóslvavar unnu fyrst 7-1 sigur á heimavelli Ungverja og fylgdu því síðan eftir með því að vinna seinni leikinn 5-0 á heimavelli. Predrag Mijatovic, sem var þarna leikmaður Real Madrid, skoraði þrennu í fyrri leiknum og gerði síðan enn betur með því að skora fernu í þeim síðari. Predrag Mijatovic var í flottu formi þetta tímabil og vorið eftir skoraði hann sigurmark Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Savo Milosevic skoraði líka í báðum leikjunum. watch on YouTube Niðurstaðan var því 12-1 tap og líklega vandræðalegasta frammistaða í evrópsku umspili um sæti á heimsmeistaramóti. Þjálfarinn, János Csank, sagði líka af sér eftir seinni leikinn. Júgóslavar komust í sextán liða úrslitin á HM í Frakklandi 1998 en töpuðu þar 2-1 á móti gríðarlega sterku liði Hollendinga. Ungverska landsliðið fór í framhaldinu af þessari niðurlægingu í mikla lægð og Ungverjar komust ekki aftur á stórmót fyrr en á Evrópumótið fyrir rúmum fjórum árum. Þegar Ungverjar unnu Norðmenn í umspilinu í nóvember 2015 þá voru liðin átján ár frá þessum tveimur rassskellum á móti Júgóslövum. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31