Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar óttast að ótímabundið verkfall flugvirkja hjá gæslunni muni hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu ef það dregst á langinn. Vélar geti bilað með skömmum fyrirvara. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira