Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 19:11 Ákærða var yfirheyrð 2. júní síðastliðinn og sagði kæruna ranga. Á mynd sést húsnæði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Í dómi eru rakin mikil illindi á milli þeirra en þau kærðu hvort annað fyrir líkamsárás á umræddri árshátíð. Ákæra á hendur manninum fyrir árás á konuna bíður dóms. Ákærða og mágur hennar voru á meðal gesta á árshátíð í félagsheimili á Vestfjörðum að kvöldi 6. apríl í fyrra. Tveimur dögum eftir árshátíðina lagði ákærða fram kæru á hendur mági sínum fyrir meinta líkamsárás á dansgólfinu á árshátíðinni. Gefin var út ákæra í kjölfarið og bíður hún dóms. Í lok apríl þessa árs kærði mágurinn hins vegar ákærðu fyrir líkamsárás á sömu árshátíð. Í kærunni segir að mágurinn hafi staðið við barinn í félagsheimilinu og verið að ræða við móðursystur sína þegar ákærðu hafi borið að „og hún umsvifalaust og án tilefnis slegið hann í hálsinn.“ Ákæra var gefin út í kjölfarið, líkt og í hinu málinu, sem hér er til umfjöllunar. Viðurkenndi „fokk merki“ en þvertók fyrir árás Ákærða sagði í yfirheyrslu í júní síðastliðnum að kæra mágs hennar væri röng og hún hefði aðeins hitt hann á dansgólfinu þetta kvöld. Þar hafi hún ekki gert annað en að halla sér upp að honum „og segja honum að drulla sér í burtu“. Mágurinn hafi þá brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Ákærða neitaði jafnframt sök fyrir dómi og þvertók áfram fyrir að hafa hitt mág sinn á barnum í félagsheimilinu. Hún kannaðist þó við að hafa hitt hann nokkrum sinnum umrætt kvöld og gefið honum „fokk merki“. Frásögn mágsins og móðursystur hans, sem staðfesti árás ákærðu í yfirheyrslu, stæðist ekki. Ákærða gat þess jafnframt að mágurinn og móðursystir hans væri afar náin og sú síðarnefnda myndi „vaða eld og brennistein fyrir náfrænda sinn“. „Hjólað í“ núverandi konu hans Mágurinn sagði fyrir dómi að ákærða hefði lengi verið með „þráhyggju gagnvart honum og láti hann ekki í friði“. Hún hefði „hjólað í“ núverandi konu hans og nær alla aðra hans nákomnustu. Þá kvaðst hann ekki nánari móðursystur sinni en almennt tíðkaðist innan fjölskyldu. Í niðurstöðu dómsins segir að af framburði ákærðu og mágs hennar fyrir dómi sé ljóst að „litlir kærleikar“ séu með þeim, allt frá árinu 2017. Í ljósi þess að greinileg óvild ríki milli þeirra, auk þess sem að eina vitnið sem studdi frásögn mágsins væri tengt honum fjölskylduböndum, þykir ekki sannað að hún hafi framið þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru. Konan var því sýknuð og allur sakarkostnaður, um 700 þúsund krónur, dæmdur til að greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks Sjá meira