Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2020 22:14 Svona var skarðið í júlímánuði í sumar. Það opnaðist skömmu fyrir síðustu jól með þeim afleiðingum að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Skarðið virðist núna hafa lokast á ný. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13