Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Útibúið verður staðsett í kjallaranum en á efri hæðunum verður opnaður tónleikastaður og kaffihús að sögn Ara Gísla Bragasonar, eiganda Bókarinnar.
Ari Gísli opnar útibúið í samstarfi við Garðar Kjartansson, veitingamann. Stefnt er á að opna staðinn þann 1. desember eða eftir því sem kórónuveirufaraldurinn leyfir. Ari segir líklegt að það verði ekki fyrr en eftir áramót.
Kæru vinir og vinkonur allar. Í dag opna ég bókabúðina mína Bókin Klapparstíg 25-27, lokað hefur verið 2 vikur. Búðin...
Posted by Ari Gísli Bragason on Sunday, October 25, 2020
„Við erum bara að koma okkur fyrir í kjallaranum og ég verð þarna með einhverjar 25 þúsund bækur til sölu. Svo fer það bara eftir kóvitinu hvenær við náum að opna,“ segir Ari Gísli í samtali við fréttastofu.
Garðar hefur undirritað tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðis Máls og menningar.
„Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ sagði Garðar í samtali við Vísi í byrjun október. Stefnt er að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun áfram bera nafnið Mál og menning.
Bókin á Klapparstíg verður áfram opin fyrir bókmenntaáhugamenn og virðast einhverjir netverjar spenntir fyrir nýju útibúi Bókarinnar.
Bókavarðan er flytja upp á Laugaveg í stað M og M.
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 6, 2020
Vissuð þið það?
Þessi dagur bara heldur áfram að gefa.