Táraðist í beinni eftir sigur Biden Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 22:46 Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Van Jones þegar ljóst var að Joe Biden hafði tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. CNN Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“