Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað í byrjunarliði Darmstadt sem tók á móti Paderborn í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Skemmst er frá því að segja að Guðlaugur Victor og félagar voru langt frá sínu besta en þeir voru lenir 0-3 undir eftir aðeins 25 mínútna leik.
Paderborn bætti einu marki við í síðari hálfleik og urðu lokatölur því 0-4.
Darmstadt er í 10.sæti deildarinnar með 9 stig eftir sjö umferðir.