Lífið

Elliði bjargar Kamölu Har­ris

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Elliði bjargaði fuglinum Kamölu Harris frá ljótum dauðdaga í dag.
Elliði bjargaði fuglinum Kamölu Harris frá ljótum dauðdaga í dag. Vísir/Facebook

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, bjargaði í dag smáfugli sem minkur ætlaði sér að gera að síðdegissnarli. Fuglinn sé laskaður eftir átökin en þótti honum viðeigandi að nefna hana eftir Kamölu Harris, kjörnum varaforseta Bandaríkjanna, sem þurfi líkt og fuglinn að glíma við ýmiskonar villidýr.

Elliði birti færslu á Facebook þar sem hann kynnti heiminn fyrir Kamölu Harris yngri. Hann segir hana nú hafa fengið kornmeti og ávexti að borða og líði eftir atvikum vel.

Kamala Harris kjörinn varaforseti Bandaríkjanna og nafna fuglsins Kamölu yngri. AP/Bryan Anderson

„Til vonar og vara bleytti ég brauð í Pönk bjór og gaf henni. Veit ekki hvort það hjálpar henni en hef tekið eftir því að vinur minn jafnar sig alltaf best á viðbeinsbrotum ef hann fær pönkbjór sem fyrst,“ skrifar Elliði.

Elliði segir í samtali við fréttastofu að hann hafi prófað að setja tvo brauðbita í kassann hennar Kamölu, öðrum hafði hann dýft í smá bjór. Hún sé gefin fyrir bjórbleytta brauðið en hann ætlar að fylgjast með því að ölið stígi henni ekki til höfuðs. 

„Ég vil ekki að það verði vandamál hjá henni í framhaldinu,“ segir Elliði.

Nú bíða þau og sjái hvort Kamala braggist ekki hratt og nái sér að fullu.

Um helgar, og oft á kvöldin, kemur Bertha Johansen fram við mig eins og smalahund. Lætur mig skoppa hér um allar...

Posted by Elliði Vignisson on Sunday, November 8, 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.