Fyrirliði Rússa ekki með vegna einkamyndbands Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Artem Dzyuba er 32 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 47 landsleikjum fyrir Rússa. Getty/Igor Russak Artem Dzyuba, fyrirliði Rússa og hetja liðsins á HM 2018, verður ekki með í komandi landsleikjum eftir að myndband af honum fór í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir Dzyuba einan uppi í rúmi að stunda sjálfsfróun. Ekki er ljóst síðan hvenær myndbandið er né heldur hvernig það komst í dreifingu. Hins vegar er ljóst að Dzyuba verður ekki með Rússum í leikjum við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu. á næstu dögum. „Liðið þarf að undirbúa sig fyrir leikina í nóvember við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu af eins mikilli einbeitingu og hægt er, og getur ekki látið utanaðkomandi þætti trufla sig,“ segir Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, en ummæli hans eru birt á Twitter-síðu landsliðsins. „Þess vegna var sú ákvörðun tekin að að velja ekki Artem Dzyuba… til að verja bæði liðið og leikmanninn sjálfan fyrir óhóflegri neikvæðni og spennu,“ segir Cherchesov. „Geri mistök eins og aðrir“ Eftir að myndbandið birtist hefur Dzyuba nú læst Instagram-reikningi sínum og hann sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í myndbandi eftir leik með Zenit gegn Krasnodar í gær. An emotional Artem Dzyuba addresses fans: Like any person, I m not ideal. I make mistakes like everyone I appreciate the people who are with me in tough times This is my path, it s not easy. I hope I can be a good person I tried not to break today, but it was tough.' https://t.co/3ygnwdZ3tY— Liam Tyler (@tyler_lj) November 8, 2020 „Ég er ekki fullkominn frekar en hver annar. Ég geri mistök eins og aðrir. Ég kann að meta þá sem að standa með mér á erfiðum tímum. Þetta er mitt ferðalag og það er ekki auðvelt. Vonandi get ég verið góð manneskja. Ég reyndi að brotna ekki niður í dag, en það var erfitt,“ sagði Dzyuba samkvæmt þýðingu blaðamannsins Liam Tyler á Twitter. Þjóðadeild UEFA Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Artem Dzyuba, fyrirliði Rússa og hetja liðsins á HM 2018, verður ekki með í komandi landsleikjum eftir að myndband af honum fór í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir Dzyuba einan uppi í rúmi að stunda sjálfsfróun. Ekki er ljóst síðan hvenær myndbandið er né heldur hvernig það komst í dreifingu. Hins vegar er ljóst að Dzyuba verður ekki með Rússum í leikjum við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu. á næstu dögum. „Liðið þarf að undirbúa sig fyrir leikina í nóvember við Moldóvu, Tyrkland og Serbíu af eins mikilli einbeitingu og hægt er, og getur ekki látið utanaðkomandi þætti trufla sig,“ segir Stanislav Cherchesov, landsliðsþjálfari Rússa, en ummæli hans eru birt á Twitter-síðu landsliðsins. „Þess vegna var sú ákvörðun tekin að að velja ekki Artem Dzyuba… til að verja bæði liðið og leikmanninn sjálfan fyrir óhóflegri neikvæðni og spennu,“ segir Cherchesov. „Geri mistök eins og aðrir“ Eftir að myndbandið birtist hefur Dzyuba nú læst Instagram-reikningi sínum og hann sendi jafnframt frá sér yfirlýsingu í myndbandi eftir leik með Zenit gegn Krasnodar í gær. An emotional Artem Dzyuba addresses fans: Like any person, I m not ideal. I make mistakes like everyone I appreciate the people who are with me in tough times This is my path, it s not easy. I hope I can be a good person I tried not to break today, but it was tough.' https://t.co/3ygnwdZ3tY— Liam Tyler (@tyler_lj) November 8, 2020 „Ég er ekki fullkominn frekar en hver annar. Ég geri mistök eins og aðrir. Ég kann að meta þá sem að standa með mér á erfiðum tímum. Þetta er mitt ferðalag og það er ekki auðvelt. Vonandi get ég verið góð manneskja. Ég reyndi að brotna ekki niður í dag, en það var erfitt,“ sagði Dzyuba samkvæmt þýðingu blaðamannsins Liam Tyler á Twitter.
Þjóðadeild UEFA Rússneski boltinn Rússland Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira