Keane kallaði Walker hálfvita Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 12:01 Kyle Walker fékk á sig vítaspyrnu í leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Matt McNulty Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er vanur að segja það sem honum býr í brjósti og hann breytti ekkert út af vananum þegar hann var sérfræðingur Sky Sports um leik Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Mohamed Salah skoraði mark Liverpool úr vítaspyrnu sem Sadio Mané fékk eftir að Kyle Walker braut klaufalega á honum. Keane gagnrýndi enska landsliðsmanninn harðlega. „Mané er á móti hálfvita. Fólk heldur að Kyle Walker sé að spila vel en ég er ekki á sama máli. Hann heldur áfram að gera mistök,“ sagði Keane. „Þetta var heimskulegt og brjálaður varnarleikur. Síðan danglar hann fætinum út og veit að hann er að fá á sig víti. Ég hef fylgst með honum í gegnum árin og hann er alltaf líklegur til að gera svona bjánaleg mistök. Hann er þrítugur og heldur samt áfram að gera sig sekan um svona mistök. Hann lærir aldrei.“ Sem betur fer fyrir Walker kostuðu mistök hans City ekki sigurinn því Gabiel Jesus jafnaði á 31. mínútu. Skömmu fyrir hálfleik fékk City víti en Kevin De Bruyne skaut framhjá. City er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, sex stigum á eftir toppliði Leicester City. Strákarnir hans Peps Guardiola eiga þó leik til góða. Enski boltinn Tengdar fréttir Stórmeistarajafntefli á Etihad Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. 8. nóvember 2020 18:25 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er vanur að segja það sem honum býr í brjósti og hann breytti ekkert út af vananum þegar hann var sérfræðingur Sky Sports um leik Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Mohamed Salah skoraði mark Liverpool úr vítaspyrnu sem Sadio Mané fékk eftir að Kyle Walker braut klaufalega á honum. Keane gagnrýndi enska landsliðsmanninn harðlega. „Mané er á móti hálfvita. Fólk heldur að Kyle Walker sé að spila vel en ég er ekki á sama máli. Hann heldur áfram að gera mistök,“ sagði Keane. „Þetta var heimskulegt og brjálaður varnarleikur. Síðan danglar hann fætinum út og veit að hann er að fá á sig víti. Ég hef fylgst með honum í gegnum árin og hann er alltaf líklegur til að gera svona bjánaleg mistök. Hann er þrítugur og heldur samt áfram að gera sig sekan um svona mistök. Hann lærir aldrei.“ Sem betur fer fyrir Walker kostuðu mistök hans City ekki sigurinn því Gabiel Jesus jafnaði á 31. mínútu. Skömmu fyrir hálfleik fékk City víti en Kevin De Bruyne skaut framhjá. City er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, sex stigum á eftir toppliði Leicester City. Strákarnir hans Peps Guardiola eiga þó leik til góða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stórmeistarajafntefli á Etihad Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. 8. nóvember 2020 18:25 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Stórmeistarajafntefli á Etihad Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. 8. nóvember 2020 18:25