„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Rúnar Kristinsson hefur unnið sex stóra titla sem þjálfari KR. vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31
KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00