„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Rúnar Kristinsson hefur unnið sex stóra titla sem þjálfari KR. vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist hafa viljað klára Íslandsmótið í fótbolta og segir að fjárhagslegt tjón KR-inga af því að komast ekki í Evrópukeppni sé mikið. KR átti möguleika á að ná Evrópusæti bæði í gegnum Pepsi Max-deild karla og Mjólkurbikarinn en þeir hurfu út um gluggann þegar KSÍ flautaði Íslandsmótið af þarsíðasta föstudag. „Mér finnst það ekki rétt en auðvitað er ég KR-ingur og við erum ekki í Evrópukeppni miðað við þessar aðstæður. Þetta er gríðarlega mikið fjárhagslegt tjón fyrir öll þau félög sem komast ekki í Evrópukeppni. Ég segi ekki að menn reikni með því en þetta snýst um mikla peninga. Og með einu pennastriki er mótinu lokið,“ sagði Rúnar í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. Knattspyrnudeild ákvað að kæra ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu til áfrýjunardómstóls sambandsins. Rúnar segist lítið vita hvar það mál er statt. Hann bendir á að það liggi ekki á fyrir KSÍ að tilkynna hvaða íslensku lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og hægt hefði verið að leika í vetur. „Það er nægur tími. Við getum alveg spilað þetta og klárað mótið. Stigataflan er eins og hún er í dag og það verður stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót,“ sagði Rúnar. „Valur eru verðugir meistarar og hefðu sjálfsagt alltaf klárað þetta mót. En þeir áttu möguleika á að setja stigamet og vinna tvöfalt. Steven Lennon hefði getað sett markamet. Það er fullt sem hefði getað breyst.“ Á enn eftir að verja titilinn KR-ingar mættu til leiks í sumar sem Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið Pepsi Max-deildina með miklum yfirburðum í fyrra. Þeir voru hins vegar langt frá því að verja titilinn, eins og þeir voru 2012 og 2014 þegar þeir áttu titil að verja undir stjórn Rúnars. „Ég var að reyna í þriðja sinn að verja titil en það hefur aldrei tekist. Ég hugsaði mikið um þetta fyrir mót, hef reynt að breyta æfingaaðferðum, leikmannahópnum, hvernig við vinnum til að láta þetta verða að veruleika, að vinna aftur. En það mistókst,“ sagði Rúnar. Hann segir að meiðsli hafi sett strik í reikning KR-inga í sumar. „Ég segi það alltaf að til að vinna Íslandsmótið þarftu að hafa smá heppni með þér. Það þarf allt að ganga upp. Þú þarft að forðast meiðsli og fullt af litlum hlutum að vera í lagi. Eins og þegar við unnum í fyrra fórum við á flug þar sem við töldum okkur vera ósigrandi, líður ofboðslega vel þegar förum inn í leiki, lítið um meiðsli og smá heppni sem fylgir okkur,“ sagði Rúnar. „Við lokuðum leikjum örugglega og maður horfir svolítið á það sama hjá Val núna. Eftir að Valur komst á skrið voru þeir komnir á sama stað og við í fyrra. Þeir unnu fullt af leikjum, suma sannfærandi, aðra á seiglu og góðum varnarleik.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00 Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Sannkallaðar gæsahúðarsyrpur af Íslandsmeisturunum Breiðablik og Valur léku liða best í Pepsi Max deildunum árið 2020 og fögnuðu Íslandsmeistartitlum karla og kvenna þegar Íslandsmótið var blásið af fyrir rúmri viku. 9. nóvember 2020 13:00
Lennon bestur og Valgeir efnilegastur Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku. 7. nóvember 2020 20:31
KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00