Nýjar niðurstöður bóluefnisrannsóknar sagðar marka þáttaskil Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 13:03 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer, sem unnið hefur að þróun bóluefnis við kórónuveirunni ásamt þýska lyfjafyrirtækinu BioNTech, segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að bóluefnið veiti vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika. Þetta tilkynnti Pfizer í dag. Erlendir fjölmiðlar segja niðurstöðurnar fram úr vonum sérfræðinga. Bóluefni Pfizer og BioNTech hefur verið prófað á um 43.500 manns í sex löndum, að því er fram kemur í frétt BBC, og er eitt rétt rúmlega tíu bóluefna sem eru á þriðja og lokastigi prófana. Engar niðurstöður tilrauna á umræddum bóluefnum hafa verið birtar fyrr en nú. Þess ber þó að geta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum með þriggja vikna millibili. Samkvæmt umræddum niðurstöðum veitti efnið vörn gegn veirunni í 90 prósent tilvika, sjö dögum eftir seinni skammtinn. Forsvarsmenn Pfizer og BioNTech hafa lýst niðurstöðunum sem „þáttaskilum“ í baráttunni við kórónuveiruna. „Við erum talsvert nær því að veita fólki víðsvegar um heiminn mikilvægt framfaraskref í baráttunni við þennan alheimsfaraldur,“ er haft eftir Dr. Albert Bourla, stjórnarformanni Pfizer, í frétt BBC. Framlínufólk gæti fengið bólusetningu í lok árs Fyrirtækin gera ráð fyrir að sækja um svokallað neyðarleyfi fyrir bóluefninu hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) í lok þessa mánaðar. FDA hefur gefið út að slíkt leyfi verði ekki gefið nema bóluefni hafi verið prófað á a.m.k. 30 þúsund manns og að þar á meðal skuli vera fólk úr áhættuhópum. Hljóti bóluefnið brautargengi gæti framlínufólk byrjað að fá skammta áður en árið er úti, að því er segir í frétt Guardian. Heilbrigðisyfirvöld á heimsvísu hafa beðið fólk að stilla væntingum vegna bóluefnis í hóf. Flestir hafa jafnframt verið á því hingað til að bóluefni komi ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur til að mynda beðið fólk „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. Hann benti jafnframt á það í september að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé hvorki „svarið né lausnin“ við faraldrinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bandaríkin Tengdar fréttir Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06 Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22 Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir einboðið að bólusetning gegn kórónuveirunni verði gjaldfrjáls þegar af henni verður. 4. nóvember 2020 17:06
Telur að fyrstu bóluefnin verði líklega ófullkomin Yfirmaður verkefnastjórnar um þróun bóluefnis í Bretlandi telur að fyrstu bóluefnin við Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, verði líklega ófullkomin og muni ekki koma í veg fyrir sýkingar. 28. október 2020 08:22
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27