Hugmyndafræði hjúkrunarheimila - Líf sem vert er að lifa Björn Bjarki Þorsteinsson og Halldór S. Guðmundsson skrifa 9. nóvember 2020 14:00 Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóðlega vottun sem EDEN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem Eden heimili, Brákarhlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni Eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðlegum áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði Eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verður nauðsynleg. Á Eden heimilum er markvisst unnið gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbúanna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheimilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstandenda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að endurskoða og þróa. Þarfir notendanna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breytinga, þurfa stjórnendur og starfsfólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýjungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa almennra viðhorfa. Eden hugmyndafræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjónustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja athygli á Eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveðinni samþættingu, nýst í allri þjónustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheimili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldraða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. En aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjónustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heildarsýn og samþættri þjónustu. Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og annarra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífsgæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snúast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélagslegri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði , bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk Hér getur Eden hugmyndafræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjónustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum Eden hugmyndafræðina og um samstarf og þátttöku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun